þriðjudagur, mars 25, 2008

And we´re keeping the dream alive

Ótrúlega ljúfir páskar að baki. Maður hefur auðvitað stundum verið duglegur við letiköstin, en að þessu sinni voru þau afar fagmannleg. Átum þvílíkt af lambi, mmmm......Veisla.

Verra mál að tímabilið hjá Arsenal er að fara í hundana.

Talandi um það: Eruði að grínast með gengið á krónunni? Gú-gú!!!

þriðjudagur, mars 18, 2008

Who´ll stop the rain?

Ekki að ég sé að væla (mikið), en ó mæ god hvað loftið hér í Beijing er nastí í dag. Ég lýg ekki að mann verkjar í augu og háls.

Sveiattan. Og sem bónus verð ég extra dag í þessu fíneríi.

Borðuðum á Tíbetskum veitingastað í gær. (Segir maður Tíbetskum?) Frábær matur, og ótrúlega fyndin skemmtiatriði. Held reyndar að það hafi nú ekki verið meiningin að þetta væri fyndið, en svona gengur þetta...

mánudagur, mars 17, 2008

Her majesty´s a pretty nice girl

Maður lifandi hvað ég er í litlu verslunarstuði í þessari Kínaferð. Kíkti í bæinn í gær, og eftir fimm mínútur komst ég að því að ég nennti alls ekki að prútta við Kínverjana. Svosem ágætt þar sem síðustu túrar hingað hafa endað á að kosta mig stórfé.

Klikkaði reyndar líka á að kíkja á Múrinn þeirra. Enda sjálfsagt ekkert merkilegt. Jæja, maður reynir að skreppa þangað næst.

föstudagur, mars 14, 2008

Flatley was here

Er eitthvað meira pirrandi snemma morguns en leigubílstjóri sem tappdansar á bensíngjöfinni?

Sjálfsagt, en í morgun var maður í manndrápshugleiðingum á leið í vinnuna. Úff...

fimmtudagur, mars 13, 2008

West of the Moon

Maður venst aldrei umferðinni hér í Beijing, held ég. Hreint með ólíkindum mikil og bílstjórarnir þokkalega frakkir.

Annars byrjar ferðin þokkalega, til dæmis sást til sólar í gær. Sem er meira en að ég hef oftast getað sagt hér (vegna mengunarinnar).

Vonast svo til að geta skroppið í gönguferð á Kínamúrnum um helgina. Kominn tími á það.

sunnudagur, mars 09, 2008

where the ragged people go

Skellti mér á Jumper í gær. Myndin stóð ekki undir þeim litlu væntingum sem ég gerði til hennar. Frekar óspennandi í alla staði.

Sá svo Arsenal spila við Wigan í dag. Mæ god! Þvílíkt slakur leikur. Langt síðan ég hef séð jafn margar feilsendingar hjá mínum mönnum í einum leik. Koma svo...

Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni á morgun. Flýg svo til Kína á þriðjudagskvöld. Sem þýðir að það verður meiriháttar bögg að komast á bloggið meðan dvalið er í því ágæta ríki. Ó vell...

föstudagur, mars 07, 2008

Been 'round and I'm wonderin' why

Við smelltum okkur á tónleika með Stereophonics í gærkvöldi. Ég hafði svosem ekki heyrt mikið með þeim, en þótti þó nokkur lög býsna góð. Upphitunarbandið í gær var sveit sem kallar sig Hero, en mér þótti þeir lítið hetjulegir. Eins og ég sagði við Elínu, þá fannst mér þeir spila lög sem ég hefði getað samið. Og meinti það ekki sem hrós.

Um Stereophonics er ekki annað að segja en að þeir voru aldeilis frábærir. Þvílíkt rokk! Kraftur og góð melódía. Reyndar þekkti ég aðeins eitt lag, en það gerði skemmtunina ekki minni. Það lag var hins vegar hápunkur kvöldsins, frábær sóló útgáfa af Maybe Tomorrow.

Gott mál.