miðvikudagur, mars 28, 2007

Wheels, wheels

Hjólaði í vinnu í morgun. Ágætt í góða veðrinu og ég hugsaði með mér að kannski að ég myndi halda því áfram. Nema hvað, að ég var rétt kominn heim þegar ég sé að framdekkið þarfnast viðgerðar.

Ég býst ekki við að framtakssemin verði mér að fjörtjóni þar, frekar en fyrri daginn.

mánudagur, mars 26, 2007

Returns like a white dove

Meiriháttar! Annann mánudaginn í röð sem ég geri mér ferð uppí Lyngby til að kíkja á körfuboltaæfingu án þess að það sé æfing.

Kannski rétt að hætta þessu rugli...

Lag dagsins er The Prophet's Song af A Night at the Opera með Queen.

Kvikmynd dagsins er alls ekki Pearl Harbor sem var í sjónvarpinu áðan. Ómæ, ómæ...

föstudagur, mars 23, 2007

Mr. Watson, Come here, I need you!

Ég hef verið frekar latur við lesturinn hið síðasta, en í síðustu viku gekk ég inní Gad og kíktí í hillurnar. Ég ákvað að kaupa mér ekki enn eina Discworld bókina, en keypti í staðinn Magician's Guild eftir Trudi Caravan. Veit eiginlega ekki á hverju ég átti von, nema kannski mögulega tæki lesturinn langann tíma.

Hmmppp....Það gekk aldeilis eftir. Las fjandans bókina á tveimur kvöldum/nóttum. Gríðarhress í vinnunni, eins og gefur að skilja. Nema að bókin var einungis sú fyrsta af þremur. Og keypti númer tvö í fyrradag. Og kláraði í kvöld. Ég held að ég verði að kaupa síðustu bókina á morgun og reyna að koma henni fyrir kattarnef um helgina. Maður er vart vinnuhæfur eftir svona lestur.

Magnað með almennilegar bækur, hversu erfitt getur verið að leggja þær frá sér. Það er svosem ekki svo slæmt með þessar bækur, en úff, það versnar í því þegar Harry Potter kemur út í sumar. Alveg magnað með þær bækur: Ég held að undantekningalaust hafi ég lesið þær í einum rykk. Nema mögulega þá síðustu, hvort að maður varð aðeins að leggja sig í milli.

Hins vegar verð ég að segja með þessa Trudi Caravan seríu, að þó að þetta sé ágætis galdra-léttmeti, verður ágætt að snúa sér aftur að Discworld. Skemmtilegri tvistedd húmor finnst auðvitað varla.

Líkur hér með bókmenntahorninu.

Lag dagsins er Bullet the Blue Sky með U2.

PS: Hver mælti orðin í fyrirsögninni og af hvaða tilefni? (Begga.com er sérstaklega bannað að svara.)

fimmtudagur, mars 22, 2007

Uuuuu, Jég vill habbann kvítann...

Ég geri mér grein fyrir að Valli Ingimundar getur verið fjandi beittur á köflum, en er ekki fullmikið af dómurum að hóta meinyrðamáli? Ef þetta var allt, þá finnst mér þetta hálf-hallærislegt.

Mein Gott...

miðvikudagur, mars 21, 2007

Idiots! Idiots I tell you...

Eitt er að gera mistök.

Annað er að gera sömu fjandans mistökin trekk í trekk. Eins og einn samstarfsmaður minn er búinn að gera síðustu daga. Ef að viðkomandi verður ekki búinn að laga þetta á morgun, þá á ég eftir að öskra á hann.

Urrr!!!

þriðjudagur, mars 13, 2007

Gimme a reason

"Everyone has got the will to win, its only those with the will to prepare that do win."

- Haft eftir Bob Knight.

Vel mælt.

mánudagur, mars 12, 2007

Have a cigar!

Hvað er með þetta kvikmyndatökulið sem hangir hér fyrir utan alla daga? Alveg magnað. Mætir hér með reglulegu millibili, og maður hrekkur í kút yfir liðinu að spila löggu og bófa hér daginn út og inn.

Ok, ég segi ekki að maður ýki örlítið, en þetta kemur fyrir. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera hver á húsnæðið? Hmmm...

Það er smá vor í lofti í Köben í dag. Hreint ágætt. Hélt uppá það með að vera í vinnunni frammá kvöld.

Það held ég nú.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Tempted by the promise of a different life

Eftirminnilegt kvöld.

Við Elín hættum okkur út í kvöld og hjóluðum niður á Amager til að fara á tónleika hjá Tim Finn. Alveg frábærir tónleikar hjá kallinum. Og súper band í för með honum.

Eftir tónleika fannst mér hins vegar betra að kanna hvort að "mótmælin" (eða andsósíjal hegðunin sem hyskið er að sýna af sér...) væru nokkuð að vesenast á leiðinni heim. Við komumst ósködduð og óhindruð heim sem var udvidað hið besta mál.

Ég er hinsvegar svo gjörsamlega búinn að missa málið yfir þessu djöfuls pakki sem veður uppi með ofbeldi og skemmdarverkum, og kennir svo öllu á lögguna. Andskotans!!! Þetta fjandans pakk veður inní hliðargötur og veltir um bílum og kveikir í öllu sem það kemst í. Fyrir utan öll skemmdarverkin á Nörrebrogötu.

Hér eru nokkrar myndir.





´

Síðasta myndin er tekin útum gluggan heima. Ég veit ekki alveg hvort stemmingin skín í gegn, en einhver sauðnautin ákváðu að kveikja í sófum í götunni. Sem varð til að löggan ákvað að sækja viðkomandi. En þar fyrir utan, hvað er málið með logandi bál á stórri götu í Köben?

Mállaus.

You got a funny way

Ég held að ég hafi minnst á það áður, en ég hef sáralitla samúð með þessu pakki í Ungdómshúsinu. Löglaus glæpalýður. "Við viljum...., Við ætlum..., Það verður stríð ef þið gerið ekki eins og við segjum." Fjandans lýður.

Ég hef því ákveðið að bregða mér frá Nörrebro í kvöld á tónleika með Tim Finn í Amagerbio. Jibbí.