Ég skal alveg taka undir það, að ekki er búið að vera mikið um að vera hér uppá hið síðasta. Maður er einhvern veginn ekki búinn að vera í blogg stuðinu eftir fjandans flensuna.
Ég brá mér niður á Irish Rover á þriðjudagskvöldið, til að kíkja á Arsenal leikinn. Svosem ekki í frásögur færandi, nema að ég hitti Bjössa Sigtryggs á knæpunni. Ég hef líklega ekki hitt Bjössa í 2 eða 3 ár, þannig að það var býsna gaman að hitta kappann þarna. Við sátum þarna og sáum Arsenal vinna Hamborg. Kíktum svo á einhvern hótelbar á leiðinni heim. Og hittum Atla Björn. Talandi um að heimurinn sé lítill þegar maður er Íslendingur. Nú, eða ef maður er af Króknum...
Ég hitti Kaj, prófessorinn minn, í Nokia í morgun. Alveg ágætt að hitta þann ágæta mann. Hann var þarna til að kíkja á nemanda sinn sem er í praktík hjá Nokia. Nokkuð skondið að hafa hitt Kaj í morgun, þar sem fyrr í vikunni var ég að hugsa um verkefnið sem ég vann hjá honum. Og hvort hann hafi fundið einhvern til að halda áfram með það. Ég held að ég þurfi að komast að því, og ef ekki, þá er spurning um að fara að kíkja á þetta um helgar.
Ég var einmitt að fá boð á 2007 IEEE Internation Symposiom on Antennas and Propagation. Well, boð og boð...Maður getur pantað á þetta. Nema að þetta er næsta júní á Sheraton í Honolulu á Hawai. Hmmm....Hvernig getur maður logið sig þangað??? Spurning um að reyna að koma þessu verkefni sínu á boðlegt form.
Annars er helsta ósk mín í dag að ég fái fulla heyrn á hægra eyra. Sem ég hef ekki haft síðan ég fékk flensuna. Meiriháttar pirrandi. Óskar, er þetta normalt???