föstudagur, september 29, 2006

Won't you take me down to Memphis...?

Home again...Naturally.

Þetta var meiri törnin. Við Bruno flugum til Helsinki á þriðjudagskvöldið þannig að við gætum verið mættir í Salo á miðvikudagsmorgun. Við fengum hins vegar ekki hótel í Salo, þannig að við urðum að vera í Turku og keyra á milli. Ég verð svosem að segja að Turku virkar mun meira spennandi en Salo, en mæ god, að vera að keyra 60km heim á hótel eftir miðnætti. Meiriháttar.

Annars er ég búin að vera 3 af síðustu 4 vikum í Salo, og allt stefnir í að ég verði 3 af næstu 4 vikum þar. Ég kann vel við Finnland, bött kommon.

Ég hef einnig komist að því að kveikurinn í mér styttist umtalstvert þegar ég er þreyttur. Ég veit að það kemur öllum sem þekkja mig mikið á óvart, enda annálaður rólyndismaður.

Þeirri hugsun sló í huga mér á flugvellinum í Helsinki, að er eitthvað flugfélag sem maður vill síður fljúga með en Aeroflot?

Annars fjandi góður. Hef verið að hlusta á plötuna Twin Sons of Different Mothers með Dan Fogelberg og Tim Weisberg. Ein af plötunum sem maður heyrði heima í denn og fann síðar á stafrænu formi. Eggsellent!

sunnudagur, september 24, 2006

Beware the storm that gathers here

Súper veður í Köben þessa helgi. Það nýttu íbúar Ungdomshússins á Nörrebro til að halda vegleg mótmæli. Nú veit ég ekki alveg hvað þessi mótmæli ganga útá. Líklega eitthvað með að þetta ungdómshús haldi sínum velli. Nema, að þetta þýddi að óeirðalöggan stóð í ströngu hér í hverfinu. Alltaf stemming.

Góður sigur hjá Arsenal um helgina. Voru Hinir Sömu á leiknum?

Lag dagsins: Fix it með Coldplay. Alveg sérstaklega gott lag.

laugardagur, september 23, 2006

zzzzz.....

Skelltum okkur á tónleika í Kristjaníu í gær á Loppen. Þar voru Singapore Sling og Stafrænn Hákon að spila. Ágætt að heyra smá læv músík, en ég var svosem ekkert yfir mig hrifinn af tónlistinni sem slíkri. Nóg um það.

Fjandans vesen að Steven Segal frestaði tónleikum sínum í Köben þar til í janúar. Og ég var þvílíkt farinn að hlakka til að sjá hann með sínu blúsbandi.

Fjandans leti er þetta í manni í dag...

miðvikudagur, september 20, 2006

Gonna fly now

Er YouTube besta hugmynd seinni ára?

I pity the fool who sees this.

Örlítið 70's?

Snilld. Tóm snilld. Og því miður fann ég ekki hlekkinn sem virkilega góðu hlekkirnir voru. Er að vinna í því.

föstudagur, september 15, 2006

Uxi, kaxi...

Salo, baby!

Það verður að segjast að þessi törn hefur ekkert verið alveg meiriháttar. Meiriháttar að hugsa til að ég verð mögulega 3 vikur í röð hérna í næsta mánuði...Urrr.

Lag dagsins, æi, hvað það nú heitir með Lordi. Ágætt alveg. Klikka ekki Finnarnir.

laugardagur, september 09, 2006

After seven days

Kom frá Finlandi í gærkveldi, náði að skila af mér töskum og komast á tónleika í tíma. Alveg ágætis tónleikar. Reyndar tókst mér næstum að sofna nokkrum sinnum, en ég kenni um að músíkin er alveg sérstaklega róleg.

Eftir tónleika var aðeins kíkt í bæinn og verkefnaskilum Elínar fagnað. Allt samt á rólegu nótunum. Ég ætla mér svo að hanga inni restina af helginni og gera helst ekki neitt. Nema að horfa á tvo leiki í ameríska fótboltanum á morgun.

Reyndar er NFL deildin loksins búin að gera það sem ég hef verið að væla yfir í fleiri ár. Loksins getur maður séð alla leikina á netinu. Þ.e. ef maður býr utan usa. Þetta eru miklar gleðifregnir, fyrir utan verðið. F***ing 25$ fyrir vikuna, eða 250$ fyrir allar 17 vikurnar. Votts in a korridor? GúGú!!! Hugsa að maður verði samt að prófa einhvern tíma.

sunnudagur, september 03, 2006

Light is changing to shadow

Algjör snilld að geta séð alla leiki HM í körfu on-demand á netinu. Reyndar fyrir 20$, en só vott?

Ég átti alveg súper ferð til Íslands um daginn. Reyndar afar stutt, og hitti mun færri en ég hefði viljað, en svona er þetta. Maður gerir bara betur um jólin...

Á morgun er svo team-building hjá deildinni minni í vinnunni. Það felst í því að við eigum að sigla seglskútu. Ágætlega spennandi. Ég gékk í dótabúðirnar í gær til að reyna að finna sjóræningja-dót við hæfi. Ég fann því miður engann lepp sem passaði, og sverðin voru ekki nógu kúl, þannig að ég sleppti þessu. Því miður. Hefði verið gaman að sjá svipinn á liðinu.

Svo þegar maður er búinn að kjöldraga liðið annað kvöld verður hoppað beint á Kastup og stefnan tekin á partípleisið Salo í Finnlandi. Jíbbbí! Sú ferð verður reyndar til þess að það verður tæpt hvort ég næ á tónleikana með Anthony and the Johnsons á föstudagskvöld. Spennan verður í hámarki. Það held ég nú...

Lag dagsins? On the turning away með Pink Floyd.