sunnudagur, júlí 31, 2005

Why did you do it?

Jepp. Himnarnir eru örugglega að hrynja.

Hér er annar ágætishlekkur. Og sá einn til.

Achtung Baby!

Ég þvældist í gegnum Armageddon í kvöld. Á sínum tíma fannst mér myndin svona þolanleg. Auðvitað algjört krapp, en ágætisskemmtun meðan á stóð.

Í þetta skiptið lá við að maður yrði reiður yfir klisjunum og ruglinu. Kvikmyndahandbók Boggs gefur fimm hauskúpur. Hnuss og svei.

Mun betra efni var DVD tónleikadiskur sem mér áskotnaðist. Þar spiluðu live þeir Joe Satriani, Steve Vai (sem verður með tónleika í Köben í október), og Yngwie J. Malmsteen. Það var reyndar fyndið á sjá þann síðasttalda. Ég hef ekki séð myndir af honum í, svona 15 ár í það minnsta, og kallinn hefur notað tímann vel til að bæta á sig. Hann er samt enn í 80's metal átfittinu. Sem þótti ekkert sérstaklega kúl þá, hvað þá núna. Leg-kikkið var heldur ekki að gera sig.

Hvað um það, þetta eru allir gítarleikarar, en ekki bara gítareigendur. Mér fannst Malmsteen reyndar minnst skemmtilegur, og Vai er alltaf svolítið "out there", meira segja fyrir instrumental rafmagnsgítarleik. Samt alltaf gaman að sjá Vai spila, og stefnan verður að sjálfsögðu að fara á konsertinn hjá honum. Satriani finnst mér alltaf gríðarskemmtilegur. Þarf að skoða að finna tónleika með honum.

Mæting í Parken klukkan 17. Langur dagur frammundan.

föstudagur, júlí 29, 2005

Where the streets have no name

Mér þykir rétt að minna á að U2 spila í Parken á sunnudag.

Ég er með miða.

Veisla!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Staying alive

Þetta er alveg meiriháttar átfitt.

Never there

Hvaða vitleysa er í gangi hér?

Póstar að týnast vinstri og hægri.

Urrr...

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Cynic + Honest = ?

Aaaa...Kominn aftur til Köben.

Ég keypti mér nýjustu Harry Potter bókina í Reykjavík í morgun, og hætti auðvitað ekki fyrr en ég kláraði hana um miðnættið. Ágætis lesning, og fjandi gott að hafa þokkalegt lesefni í fluginu.

Talandi um flugið, þá var óþolandi par í sætunum fyrir aftan mig. Það er allt gott og blessað að fólk sé hrifið af hvort öðru, og allt svoleiðis, en fyrr má nú rota en dauðrota. Gettarúm, pípúl! Ég held að ég láti ekki nánari lýsingar af þeirra framferði fylgja. Bannað innan 16, eða nálægt því.

föstudagur, júlí 15, 2005

The brim of my hat

Ég skrapp á Kaffi Krók með Óskari og Fjölni í gær. Nokkrar ágætis sögur sem flugu þar.

Náði að fara annann hring uppá golfvelli í dag. Í brakandi blíðu stungum við Eiður Baldurs okkur á milli keppenda í einhverju móti. Drævin voru þvílíkt mögnuð, en sama verður ekki sagt um púttin. Og því var skorið ekki merkilegt, frekar en venjulega. En fjandi gaman að venju.

Ég hafði það líka af að læra í dag. Það endaði hinsvegar ekki með neinu nothæfu, og því hef ég ákveðið að leggja verkefnið á ís frammyfir helgi.

Lagið á heilanum er Maybe Tomorrow með Stereophonics.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

It's not going to stop, 'till you wise up

Ég braut odd af oflæti mínu og tók rútuna norður í gær. Það var reyndar ekki eins slæmt og mig minnti. Ég ætla þó að reyna að gera þetta ekki að venju.

Hér á Króknum er stefnan sett á að vinna aðeins í verkefninu á milli þess sem skroppið verður uppá golfvöll. Ágætt plan þannig lagað.

Annars held ég að þegar ég kem út aftur, þá verði ég virkilega að "kramma" næstu tvo mánuði. Það er að verða ansi margt sem ég hef hugsa mér að hafa í ritgerðinni, en á eftir að skrifa. Fínt að vinna undir smá pressu...

Til hamingju!

Ingvar og Aldís gengu í það heilaga síðastliðinn föstudag. Síðar sama dag var gríðarmikil veisla að Drumboddsstöðum í Biskupstungum. Hressleikinn var í lágmarki það sem eftir lifði helgarinnar.

Mér varð það ljóst að ég mun aldrei geta gift mig, né haldið stórveislu af nokkru öðru tilefni, þar sem Ingvar hefur úr alltof mörgu að taka til að borga fyrir pistilinn sem við fluttum honum til heiðurs. Ó jæja...

Til hamingju krakkar.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

And I wonder...

Foo Fighters. Svölustu gaurarnir í rokkinu í dag. Bara að sjá hér.

They beat him up until the teardrops start

Gerir fólk sér grein fyrir að stórmyndin Independance Day er níu ára um þessar mundir?

Ég hafði ætlað mér að ganga frá fyrstu umsókninni minni um vinnu í kvöld. Þ.e., fyrstu umsókn um vinnu eftir nám. Þetta er mun meiri vinna en ég átti von á. Og bjóst ég þó við nokkru þófi við þetta. Ó jæja, þetta klárast allavega á morgun.

Best að krossa putta.

mánudagur, júlí 04, 2005

I´m half the man I used to be

Brakandi blíða í Köben. Og djasshátíðin í fullum gangi. Verst hvað ég er lítið fyrir djassinn. Og þó, hátíðin tekur þá ekki tíma frá lærdómnum.

Bjössi stoppaði hér í síðustu viku, á leiðinni heim frá Brussel, minnir mig. Við ákváðum að sleppa að kíkja á Roskilde-hátíðina en fórum þess í stað á Sams-bar. Fórum á kostum, engin spurning um það.

Það er mikið búið að ræða um Live 8 síðustu daga. Ekki skrýtið, þar sem þetta var þvílík uppákoma. Ég sá part af þessu á netinu, og í það heila fannst mér þetta fínt. Ég verð þó að segja, að sumir hefðu aðeins mátt sprauta sig niður í klisjunum og frösunum. Maður fékk stundum á tilfinninguna að verið væri að reyna að krækja í óskarinn í beinni. Þetta er vissulega frábært framtak, og vonandi verður þetta til að hjálpa fátækum í Afríku á einhvern hátt. Einhvern veginn hef ég þó takmarkaða trú á að svo verði. Vonum að ég hafi rangt fyrir mér þar.

Þessa dagana er ég að búa til módel af svokölluðu "logarithmic spiral antenna". Reyndar frekar einfalt módel, en eitthvað sem prófessorinn minn er þvílíkt spenntur fyrir. Ef ég fæ niðurstöður úr því sem eitthvert vit er í, þá hefst úrvinnsla á þeim og svo fínpússun á forritinu sem ég er að skrifa. Gaman, gaman...