sunnudagur, maí 25, 2008

I want to ride my...

Það er ljótt að segja frá því, en ég er spenntari yfir Judge Dredd en Eurovison. Það er svosem spurning um hvort að þetta sé á svipuðu stigi. Nei, Judge Dredd er skárri.

Það var annars góður dagur í dag, þannig að maður vitni í Ice Cube. Við Elín röltum út og ætluðum að kíkja í hjólabúðir að finna hjól. Hennar hjól á síðustu metrunum og mitt ónýtt. Við vorum með stór plön um að kíkja í 3-4 búðir. Oh, well, við fórum í hjólabúðina í blokkinni okkar, og enduðum á að kaupa hjól þar. Dýr dagur. En við fengum fjandi fín hjól, gott mál.

laugardagur, maí 24, 2008

Diggílúdiggilei...

Æi, ég veit ekki með Júróvisjón-dæmið. Maður er búinn að sitja og horfa á þetta með öðru auganu, en þetta er svosem ekki músík sem ég myndi kaupa dýrum dómum.

Fannst hins vegar ágætt að Ísland hafi komist uppúr forkeppninni.

þriðjudagur, maí 20, 2008

Red Right Hand

Við smelltum okkur á tónleika með Nick Cave í gærkvöldi. Gott rokk. Kallinn spilaði 25 lög. Ætlaði aldrei að hætta.

Maður kvöldsins var þó algjörlega Warren Ellis, fiðlu- og gítarleikari bandsins. Langflottastur.

Mínuspunkt kvöldsins fær upphitunarbandið. Svít lord!!! Nú veit ég hvernig músík hljómar frá einhverjum sem á mikið af gítareffektum og ekkert eyra fyrir melódíu. Sjíííí.....

fimmtudagur, maí 08, 2008

Sunshine Reagge

Vita óþolandi veður.

Það held ég nú.

sunnudagur, maí 04, 2008

Lalalalalalallllaaaa

Vorum á Íslandi um síðustu helgi. Reyndar óttaleg skotferð, en býsna gott að skreppa. Ég fór norður á laugardegi og kom aftur á sunnudeginum. Náði í afmælismáltíð hjá ömmu. Gott mál. Á leiðinni norður var reyndar sjóbylur á heiðinni. Minna gott.

Maður þakkar fyrir sig, og vonandi nær maður að hitta fleiri næst.

Svei mér þá ef sumarið er ekki við að koma í hús hér. Þvílík blíða, og fyrsta grill sumarsins í dag. Afmælisveisla hjá Bruno í gær, og garðveisla hjá Pétri og Snjólaugu í dag. Súper helgi.