I want to ride my...
Það er ljótt að segja frá því, en ég er spenntari yfir Judge Dredd en Eurovison. Það er svosem spurning um hvort að þetta sé á svipuðu stigi. Nei, Judge Dredd er skárri.
Það var annars góður dagur í dag, þannig að maður vitni í Ice Cube. Við Elín röltum út og ætluðum að kíkja í hjólabúðir að finna hjól. Hennar hjól á síðustu metrunum og mitt ónýtt. Við vorum með stór plön um að kíkja í 3-4 búðir. Oh, well, við fórum í hjólabúðina í blokkinni okkar, og enduðum á að kaupa hjól þar. Dýr dagur. En við fengum fjandi fín hjól, gott mál.