sunnudagur, apríl 20, 2008

These Mist-Covered Mountains

Ég sat við tölvuna í dag á meðan ég var að horfa á Arsenal-Reading. Svosem ekki mikið í frásögur færandi, nema að ég sá að Mark Knopfler tónleikarnir áttu að eiga sér stað í kvöld. Ég var auðvitað búinn að reyna að fá miða á þá fyrir löngu, en án árangurs. Einhverra hluta vegna ákvað ég samt að kíkja á billetlugen, svona uppá von og óvon. Og viti menn: Við fengum miða!

Þannig að við fórum á tónleika með kappanum í kvöld. Og hann klikkaði ekki. Góð blanda af nýrra og eldra efni. Nýja efnið hef ég lítið hlustað á, en var mjög fín músík. Eldra efnið var hins vegar alveg frábært að heyra lifandi. Maður fékk nokkrum sinnum gæsahúð. Sérstaklega þegar Telegraph Road hljómaði. Og undir lokin þegar Going Home kvaddi gestina.

Lagalistinn:
Cannibals
Why Aye Man
What It Is
Sailing to philadelphia
True Love Will Never Fade
The Fish And The Bird
Hill Farmer's Blues
Romeo & Juliet
Sultans Of Swing
Marbletown
Postcards From Paraguay
Speedway At Nazareth
Telegraph Road

Aukalög:
Brothers In Arms
Our Shangri-La
So Far Away
Going Home

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Fore!!!

Jibbí. Golf í dag. Fyrsta golfkennslan í Nokia-golfklúbbnum.

Swwwiiingg!!!

fimmtudagur, apríl 10, 2008

look me in the eye

Ég átta mig svo sem á því að það eru engar fréttir, en Mugison er þvílíkur snillingur. Batnar við hverja hlustun.

Hmmm.... Greyin.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

till the morning light

Ó svvít lord. Þvílíkir strengir! Þetta gerist þegar maður fer í körfu einu sinni á ári. Kíktí í gær, sem var ágætt. En er þvílíkt strengjóttur, sem er miður ágætt. Kannski spurning um að láta ekki líða ár að næsta skipti.

En svo byrjar golfkennslan í næstu viku. Jibbí.

Lagið á heilanum: 1973 með James Blunt.

laugardagur, apríl 05, 2008

Travellin' blog

Remote blog a simanum. Tæknifrikin i manni filar thetta.

Reyndar vantar islensku stafina, but so what?

föstudagur, apríl 04, 2008

Like a thief in the night

Hvað er með Dani sem segja: "I sink" þegar þeir reyna að segja "I think"?
(þetta mættir reyndar segja um Þjóðverja líka, en það er meira með z-du)
Hvað er með Svía sem segja: "port" þegar þeir reyna að segja "part"?
Hvað er með Íslendinga sem segja "vott" þegar þeir reyna að segja "what"?

Þar með líkur föstudagsfýlunni.

Lag dagsins er Harmasöngur Tarzans. Var á leiðinni í vinnuna í morgun þegar ég heyrði þetta frábæra lag. Eggert Þorleifs er þvílíkur snillingur.

PS: Súri leikurinn hjá KR í gær í körfunni. Ótrúlega slakt miðað við mannskap.

Keypti mér fyrstu seríuna af Family Guy. Fyrstu þættirnir lofa góðu.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Við stöndum saman...

Fannst þetta frekar fyndið...

Hananú?

Er það bara ég, eða er þessi fyrirsögn eitthvað undarleg?