miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Jú viff ðe sed æs

Var að hlusta á músík á leiðinni heim úr vinnu. Hafði ekki áttað mig á því fyrr að í True Colors ber Cindy Lauper "r"-in fram einsog Elmer Fudd. High Comedy. Er þetta bara svona í þessu lagi, eða er þetta líka í öðrum lögunum hennar? Þetta eru hlutir sem maður þarf að vita.

mánudagur, nóvember 26, 2007

every engineer on every train

Gunni Litli var í heimsókn um helgina. Hann mætti með læri og brennivín. Okkur tókst (með naumindum) að forðast brennivínið, en lærið var tekið til kostanna í gær. Prófaði það með sinneps/hungangsgljáa. Fjandi gott.

Annars ánægjulegt að sjá að Golden State virðast hafa náð sér á strik eftir einkar ósanngjarnan ósigur gegn Boston Celtics. Hafa bankað hvern andstæðinginn á fætur öðrum eftir þann leik. Gott mál.

Að sama skapi ágætt að Arsenal haldi sínu striki. Sjö-níu-þrettán.

Finnland í síðustu viku, og það er fjandinn kaldara í Kaupmannahöfn heldur en þar. Brrr...Fórum í tívolíið á laugardagskvöld, og það var fjandakornið ekki hundi út sigandi í kuldann. Samt var nóg af fólki. Reyndar alltof mikið af fólki. Þvílíkt mannhaf. Hitti hóp af Króksurum á leiðinni þangað, sem var þrælfínt.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Good luck had just stung me

Ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar.

Ég þakka minna fyrir að minna mann á fylkjaupptalninguna. Algjör óþarfi að minna mann á svoleiðis.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

You were caught in the crossfire

Ég verð að segja að ég er tiltölulega rólegur yfir kosningunum hér í DK. Að auki verða ekki talin upp nein fylki í Bandaríkjunnum í kvöld.

Var á tveggja daga námskeiði í verkefnastjórnun í dag og í gær, og þvílík gleði að vera búinn með það. Eftir 5 daga námskeið síðustu viku er kominn tími á að vinna fyrir laununum sínum. Nema, að nú tekur við tveggja daga Team-Building, þannig að ég hef þrjá daga til að undirbúa Finnlandsferðina í næstu viku. Sweet. Ekki að það séu margir lausir endar, seisei, nei.

mánudagur, nóvember 05, 2007

uuu....okei.

Bú-hú....Cry me a river. Við hverju var annars að búast af fyrrum Bayern Munchen leikmanni?

Music men

Ég er svo aldeils hissa. Júlli og Stebbi í Gröf að gefa út plötur?

sunnudagur, nóvember 04, 2007

A place where nobody dared to go

Þá er komið að því að heimsækja vinabæ Sauðárkróks, Espoo. Verð þar á námskeiði næstu fimm daga. Býsna gott, nema fjandans kynningin á verkefninu sem ég á auðvitað eftir að gera. Ó well, það verður þá bara spurning um að endurlifa skólaárin og pulla all-nighterinn á þetta.

Arsenal og Júnæted spiluðu í gær. Það lá við að ég þyrfti að sjá eftir því að hafa hringt í Bjössa fyrir leik til að óska honum ólukku með sína menn. Jafnteflið skreið þó í hús, þannig að það slapp.

J-dagurinn var síðasta föstudag. Þetta var í fyrsta skiptið í nokkur ár sem ég tók ekki þá í þeim hátíðarhöldum. Enda ekki kannski gáfulegt að fara að synda í bjór nýstiginn úr flensu.


Það held ég nú.