mánudagur, nóvember 26, 2007

every engineer on every train

Gunni Litli var í heimsókn um helgina. Hann mætti með læri og brennivín. Okkur tókst (með naumindum) að forðast brennivínið, en lærið var tekið til kostanna í gær. Prófaði það með sinneps/hungangsgljáa. Fjandi gott.

Annars ánægjulegt að sjá að Golden State virðast hafa náð sér á strik eftir einkar ósanngjarnan ósigur gegn Boston Celtics. Hafa bankað hvern andstæðinginn á fætur öðrum eftir þann leik. Gott mál.

Að sama skapi ágætt að Arsenal haldi sínu striki. Sjö-níu-þrettán.

Finnland í síðustu viku, og það er fjandinn kaldara í Kaupmannahöfn heldur en þar. Brrr...Fórum í tívolíið á laugardagskvöld, og það var fjandakornið ekki hundi út sigandi í kuldann. Samt var nóg af fólki. Reyndar alltof mikið af fólki. Þvílíkt mannhaf. Hitti hóp af Króksurum á leiðinni þangað, sem var þrælfínt.