sunnudagur, nóvember 04, 2007

A place where nobody dared to go

Þá er komið að því að heimsækja vinabæ Sauðárkróks, Espoo. Verð þar á námskeiði næstu fimm daga. Býsna gott, nema fjandans kynningin á verkefninu sem ég á auðvitað eftir að gera. Ó well, það verður þá bara spurning um að endurlifa skólaárin og pulla all-nighterinn á þetta.

Arsenal og Júnæted spiluðu í gær. Það lá við að ég þyrfti að sjá eftir því að hafa hringt í Bjössa fyrir leik til að óska honum ólukku með sína menn. Jafnteflið skreið þó í hús, þannig að það slapp.

J-dagurinn var síðasta föstudag. Þetta var í fyrsta skiptið í nokkur ár sem ég tók ekki þá í þeim hátíðarhöldum. Enda ekki kannski gáfulegt að fara að synda í bjór nýstiginn úr flensu.


Það held ég nú.