Across the universe
Mikið andskoti er maður orðinn latur við skriftir.
Reyndar var ég viku í Finnlandi í upphafi mánaðarins, og þar kemur maður einhvern veginn aldrei neinu á netið. Fór svo heim á klakann í viku, og var tölvulaus að mestu. Slakar afsakanir svo sem, en skítt með það.
Ég náði að hitta óvenjumarga heima að þessu sinni. Býsna gott.
Arsenal á flugi, Green Bay á flugi. Nú bíður maður bara eftir að NBA byrji og Golden State komist á flug.
<< Home