laugardagur, júlí 14, 2007

there's room at the top

Ágætt að vera kominn heim aftur. Reyndar meira en ágætt eftir 12 daga í Kóreu.

Þetta var reyndar þvílíkt góð ferð. Fínt lið sem var með mér þarna úti. Sem var gott, þar sem ég hafði ekki ferðast með nema einum áður. Það var í það minnsta ekki skortur á aulahúmornum. Hið besta mál.

Ég slepp svo við að fara til Ungverjalands í þarnæstu viku, þannig að maður getur sett meiri orku í að undibúa komu gengisins til Köben. Súper!

Er eitthvað svalara en að tefla við páfann í 40.000 fetum með útsýni yfir Sayan-fjöllin? Flugvéla-salerni með gluggum: Gotta love it.

Elín er í Berlín um helgina, þannig að ég skellti mér í bíó. Sá Transformers í gær. Veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja. Bráðfyndin, en væntanlega ekki með vilja. Kíktí svo á Harry Potter í dag. Svona alltílagi, en ég bíð nú eftir síðustu bókinni.

Ég hef verið að hlusta mikið á American Idiot með Green Day síðustu daga. Þvílíkur diskur.