Buking a cake
Ég var í Helskinki í síðustu viku. Eða reyndar Espoo, sem er svona Lyngby þeirra Helsinki-búa. Var þar á þessu líka ágætisnámskeiði í Six-Sigma-fræðum.
Á þessu námskeiði voru allra þjóða kvikindi, og stóðu viðkomandi sig prýðilega í að tala enskuna með þvílíkum hreim. Indverjarnir þrír voru auðvitað með klassíka indverska hreiminn á enskuna. Þjóðverjinn með þennan góða "vott-ar-jú-sinking-abát"-hreim. En Frakkinn átti bestu innkomuna. Maðurinn hefði þess vegna getað verið fyrirmyndin að Inspector Clouseau. Alveg súper.
<< Home