Worth it´s weight in gold
Crowded House tónleikar í Amager Bio síðasta þriðjudag. Við Elín fórum með Bruno og Dittu.
Ég er búinn að vera mikill aðdáandi bandsins síðan Óli Arnar kom mér á sándið í Bókabúðinni c.a. '93. Þannig að mér fannst þetta ekkert sérstaklega leiðinlegt.
Amager Bio er býsna skemmtilegur tónleikasalur. Tekur u.þ.b. 1000 manns í stæði, þannig að þetta er frekar lítill staður. En það góða við salinn er hann er frekar breiður, þannig að maður er aldrei langt frá sviðinu.
Upphitunarbandið var hljómsveitin Cherry Ghost. Ég hafði satt að segja aldrei heyrt um það band fyrr en á þriðjudag. Ég verð þó að segja að þeirra hálftími kom gríðarsterkur inn. Ég gæti í það minnsta alveg hugsað mér að versla disk með þeim.
Á slaginu 21:10 gengu svo meðlimir Crowded House á svið, við mikinn fögnuð viðstaddra. Mér finnst alltaf hálf-súrt að fólk þekkji þá svotil engöngu af Don´t Dream its Over, en eins og einhversstaðar var skrifað, "'you know more Crowded House songs than you think you do".
Meðan ég beið eftir að komast úr salum endaði ég með lagalista-kvöldsins í höndum (ég held að róturunum hafi ég ekki þótt merkilegur aðdáandi: "ok, sure, I'll take it..."). Hér er listinn:
There Goes God
Locked Out
Transit Lounge
Walked Her Way Down
Fall at Your Feet
Whispers and Moans
Hole in the River
Silent House
When You Come
English Trees
Not the Girl/Italian
Mean to Me
Don´t Stop
Distant Sun
------------------------------------
Fingers of Love
Weather with You
------------------------------------
Seh Calledup/Evenchild
Better be Home Soon
Don´t Dream its Over
En, eins og Nick Seymour, bassaleikarinn benti á, þá var farið mjög frjálslega með listann. T.d. byrjuðu þeir á Happy Together sem fór svo útí In the year of 2525. Og auðvitað enduðu þeir Hole in the River á The Parting Glass. Súper. Einnig bættu þeir Private Universe á undan Mean to Me. Það er það sem maður man eftir. Eggsellent.
Hljómsveitin var áður fyrr þekkt fyrir ágætann húmor og fyrir að vera frekar afslappaðir á sviði. Það er ekki margt sem hefur breyst þar. En munurinn er hinsvegar á nú eru það svotil einungis Finn og Seymour sem gantast. Þar saknar maður Paul Hester.
Hins vegar: Fullt hús! (ó man, og ég fattaði ekki einu sinni djókið þegar ég skrifaði þetta. Gó figure...) Súper tónleikar. Bruno fær hins vegar mínusstig fyrir að leika japanskann túrista með símann sinn (þ.e. að reyna að taka upp allt sem fyrir ber, lifa í gegnum linsuna. Eða skjáinn á símanum).
Lag kvöldsins: Well.....Erfitt val. Segjum að lög kvöldsins hafi verið Fall at Your Feet og Whispers and Moans.
<< Home