It's amazing
Nú er það loksins komið á tært: Ég er búinn að missa glóruna.
Algjörlega uppúr þurru rauk ég í sund í dag. Til að synda, en ekki liggja í pottunum.
Gú-gú!!!
Held að heilbrigða loftið sé eitthvað að fara furðulega með mig. Ég hef ekki synt meira heldur en úr einu sæti í heitum potti og í annað síðan ég var í skólasundi. Undarlegt uppátæki. Þetta var reyndar ágætt, að fráskyldri klórfýlunni af manni.
Ég held samt að þetta verði ekki hversdagsviðburður hjá mér.