sunnudagur, apríl 30, 2006

Leti-blogg.

Elín: Hress að kíkja á kaffihús fyrir hádegi.
Ég: ............uuuuuu, tja.


Alltaf stuð uppá Hringturninum.


Gú-gú!


A-ha!


Hringturninn er með alveg þvílíkt kúl salerni, sem þótti við hæfi að máta.

föstudagur, apríl 21, 2006

Við sztöndum saman allir sem einn...

Í morgun kom tæknimaður heim til að gera ADSL-tenginguna klára. Eftir tvö símtöl við Cybercity, þá lítur allt út fyrir að tengingin komist fyrst í gagnið eftir helgi, þar sem einhvert sauðnautið hjá þeim klikkaði á að gera eitthvað. Ye, gods! Mei-jdorr pirringur.

Ég kíkti á Arsenal vs. Villareal á miðvikudaginn. Ágætisleikur, en ég hefði gjarnan vilja sjá mína menn vinna með meiri mun. Ég er aftur á móti kominn á þá skoðun, að það á að taka Fair-Play dæmið úr höndum leikmanna. Þ.e., að einungis dómari eigi að stöðva leikinn vegna meiðsla. Menn eru farnir að láta sig detta sem skotnir í von um að hitt liðið sparki útaf. Skömmu seinna er sami leikmaður hlaupandi sem aldrei fyrr. Ég er á því að þetta eigi að vera dómara og línuvarða (úbbs, sorrí, aðstoðardómara) að stoppa vegna meiðsla. Þannig að menn verða að halda áfram þar til þeir virkilega eru meiddir. Og hananú.

Eitthvað grunar mig hvað ég á eftir að heyra við þessum skrifum...

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páska!

Aha! Ég er að fara í veislu á eftir. Íslensk lambalæri. Jibbíí...

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Say what?

leo.sigurjonsson@lodinn.is

Sjonni...Köttur og hundur? Was ist los? Eru heimildir mínar réttar?

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Don't need no astrology

Góður dagur í vinnunni. Þessa þrjá vinnudaga fyrir páska erum við einugis sjö í deildinni. Þ.e., þrír nýir, einn manager sem er að hætta, einn sem er að byrja, og tveir reyndir. Frekar skondið.

Annars lítur út fyrir að Bruno félagi minn verði ráðinn inn. Og það líklega fyrr en síðar, þar sem við erum að fara á námskeið í Þýskalandi sem einungis er haldið einu sinni á ári. Gott mál.

Um helgina voru hjá okkur gestir. Frænka Elínar og maðurinn hennar komu og heimsóttu okkur frá London. Við vorum góðir gestgjafar og sáum fyrir roki og rigningu. Stemmingin var hins vegar þrælfín, eins og myndin að neðan sýnir...



Í næstu viku verður svo opnað fyrir sjónvarpið aftur, og internetið verður tengt. Veisla. Og ekki varð gleði mín minni við að sjá að NBA er farið að sýna leikina beint yfir netið. Hrein snilld. Afleiðing þess er þó sú að veðbankar í Bretlandi eru hættir að taka við veðmálum um hversu lengi við Elín tollum saman. Verður þetta stemmingin á Ravnsborggade?



Það er ljótt að segja frá því, en ég var að klára bók sem fær mig líklega til að rúlla aftur í gegnum Field and Wave Elecromagnetics bókina mína. Ye, gods...

Lag dagsins: Over the Mountain með Ozzy. Gott rokk.