Morgunstund gefur gull......
Það kann vel að vera. Hins vegar upplifi ég þessar morgunstundir varla nema ég hafi vakað alla nóttina. Það er kannski ekkert verra. Nú hef ég alltént verið uppi síðan um miðjan dag í gær að dunda mér við að setja upp glærur fyrir munnlegt próf. Reyndar náði ég líka að horfa á Indiana-Detroit í beinni. Fínn leikur.
Maður er sumsé hálfnaður í prófum. Tók tvö í síðustu viku. Frekar dapur í Integrated Analog Ciruits, en nokkuð góður í Microwave Techniques, held ég. Næst á dagskránni eru sumsé 20-25 mínútna munnlegt próf á þriðjudag og 4 tíma skriflegt próf á fimmtudag.
Eftir próf á fimmtudag er stefnan tekin á að kíkja heim og ganga frá því sem ég ætla að taka með heim, og svo er stefnan sett á síðustu gleðina í Köben áður en maður fer heim. Ég var reyndar að komast að því að ég flýg heim um hálf ellefu leytið á föstudagmorgni, þannig að maður verður líklega að passa uppá að vera ekki að koma alltof seint heim úr bænum. Held að ég þurfi bara að hugsa um flugið til Orlando í fyrra til það gangi eftir.
Ég verð sumsé mættur á klakann þann 4.júní og mættur skömmu síðar norður á Sauðárkrók að vinna á Hótel Áningu í sumar. Ekki ónýtt það.
Jæja.....Er að spá í að leggja mig í 3-4 tíma. Það held ég nú.