þriðjudagur, júlí 24, 2007

Rain

Fín síðasta helgi.

Hitti Hilmar á föstudagskvöldið og við sötruðum nokkra bjóra niðri í bæ. Keypti svo Harry Potter bókina og náði að lesa hana um helgina. Ágætis bók.

Við Elín fórum svo í mat til Péturs og Sjólaugar á laugardaginn. Eins og við mátti búast þá var það ekkert nema tær snilld. Bæði matur og félagsskapur.

Á sunnudagskvöldið komu svo Luka og Sho og Trond, Nicola og Roman í læri hér heima. Fínn matur og góð stemming.

Verðrið hér í Köben er aldeilis ekki til að fá mann til að hoppa á fætur á morgnana. Rigning og rok. Ojijijijij. Til að vega upp stemminguna er þó tilhugsunin um að það verður stuð um helgina. Veisla!!!

laugardagur, júlí 14, 2007

there's room at the top

Ágætt að vera kominn heim aftur. Reyndar meira en ágætt eftir 12 daga í Kóreu.

Þetta var reyndar þvílíkt góð ferð. Fínt lið sem var með mér þarna úti. Sem var gott, þar sem ég hafði ekki ferðast með nema einum áður. Það var í það minnsta ekki skortur á aulahúmornum. Hið besta mál.

Ég slepp svo við að fara til Ungverjalands í þarnæstu viku, þannig að maður getur sett meiri orku í að undibúa komu gengisins til Köben. Súper!

Er eitthvað svalara en að tefla við páfann í 40.000 fetum með útsýni yfir Sayan-fjöllin? Flugvéla-salerni með gluggum: Gotta love it.

Elín er í Berlín um helgina, þannig að ég skellti mér í bíó. Sá Transformers í gær. Veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja. Bráðfyndin, en væntanlega ekki með vilja. Kíktí svo á Harry Potter í dag. Svona alltílagi, en ég bíð nú eftir síðustu bókinni.

Ég hef verið að hlusta mikið á American Idiot með Green Day síðustu daga. Þvílíkur diskur.

föstudagur, júlí 06, 2007

Tumblin' Dice

Sit nú í verksmiðjunni í Masan í Suður-Kóreu og keyri á hálfum krafti.

Við vorum búnir um áttaleytið í gær, sem er þokkalega vel sloppið. Þá drifum við okkur út að snæða. Nema, að þegar við vorum að væflast um og leyta að veitingastað rákumst við á Vice-Presidentinn í verksmiðjunni. Sá náungi er mikill höbbðingi, og fann handa okkur þennan líka fína stað. Kóreanskt barbeque, aldeilis fínt.

Við snæddum svo í rólegheitunum kjöt og drukkum nokkra bjóra. Ekkert of villt. En svo mætti VP-inn aftur á svæðið um það leitið er við vorum að klára. Og þá þurfti að skála. Og halda ræður. Og skála. Og skála. Og....

Var svosem kominn á Hótelið um miðnætti, en það er allmenn sátt um að það sé slæm flensa að ganga núna.

mánudagur, júlí 02, 2007

Travellin' Man

Slétt 20 tíma ferðalag til Chongwon í Suður-Kóreu. Hressandi.