How's the view there?
Það væri engin lygi að segja að ég hafi verið pirraður í dag. Urrrr!!!
"My little Korean friend" var alveg að fara með mig í dag. Þessi ágæti maður vinnur vanalega í verksmiðjunni í Masan í Kóreu, er núna í þjálfun hjá okkur. Ég svosem ekki haft neitt slæmt af honum að segja, annað en að enskan er býsna slæm. Og þá er lítið sagt. Mér þótti hins vegar nóg boðið í dag þegar bjóða sjálfum sér í mína tölvu í vinnunni meðan ég skrapp frá. Garanterað að koma mér í slæmt skap, anytime.
Ég var annars í Eistlandi í síðustu viku. Reyndar stuttur túr. Fór á fimmtudagsmorgun og kom aftur á föstudagskvöld. Fjandi kalt, en ég náði þó að sjá það mikið af gamla bænum í Tallinn að ég væri meira en til í að koma þangað aftur.
Sá part af íslenska X-factor í gærkvöldi. SvítMeríMoðeroffDjíús. Þetta hefur örugglega lagt grunninn að leiðindaskapsmununum í dag. Þvílík leiðindi! Úff.
Lag dagsins er The Ascent of Stan með Ben Folds. 'Nuff said.