sunnudagur, janúar 21, 2007

Múmín-hvað?

Fín helgi að baki. Hilmar, Steinunn, Ylfa og Júlla kíktu í mat í gær. Matarboðið leystist svo uppí dans og læti. Ég held að ég geti lofað því að ég á ekki eftir að setja myndir hér á síðuna sem teknar voru undir morgunn. Nó sör.

Fín íþróttahelgi. Arsenal unnu sanngjarnan og verðskuldaðan sigur á ManJúnæted. Undanúrslit í ameríska fótboltanum, og Golden State með nýja leikmenn. Spennandi.

Ágætt að vera ekki í Finnlandi fyrr en í næsta mánuði. Það var orðið hálf-kalt þar.

mánudagur, janúar 08, 2007

Born to run

Hvernig stendur á því að ég þarf eiginlega alltaf að hlaupa til að ná strætó þegar ég er að koma úr vinnu?

Donnerwetter!

Annars er það "Salo, baby!" á morgun. Hlakka þvílíkt til. Næstum jafn mikið og til Saló-túrsins á sunnudaginn. Allt að verða vitlaust.

föstudagur, janúar 05, 2007

Sweet satisfaction to my soul

Ég var að rölta heim úr vinnu, og kominn með þennan líka meiriháttar pistil í hausinn. (...umm, ok, minniháttar þá...) Kom heim, kveikti á tölvunni, og sjónvarpinu. Því miður var Sjakalinn með Richard Gere í sjónvarpinu og ég missti algjörlega allt úr hausnum yfir frábæra írska hreimnum hjá kallinum. Nú man ég ekkert alltof mikið eftir fyrstu myndinni, en hún var allavega mun nærri bókinni, og bókin var auðvitað best. Frederick Forsyth hefur auðvitað sjaldan klikkað á sögunum þar sem sannleika og skáldskap er tvinnað saman.

Annars var ágætt að koma til Köben aftur. Það er endalaust gott að koma heim til Íslands. Það minnir mann á, ekki að þörf sé á, að ég á súper góða vini og fjölskyldu. Að vanda var tíminn heima alveg frábær, en vesenið er að 14 dagar eru vart nóg. Sérstaklega þegar maður er haugur.

Ég hafði það loksins af að koma rafmagnsgítarnum mínum með út. Ótrúlegt að það hafi ekki haft fyrr. Sérstaklega þar sem ég er líklega búinn að spila í 6 tíma á tveimur dögum síðan ég kom. Ekki vel, en samt spila.

Og þar er spennan. Tekst mér loks að læra tónfræði af einhverju viti? Bráðum get ég sagt að ég hafi spilað á gítar í töttögu ár. Og, því miður, þá er maður enn, eins og Hjalti Árna sagði, gítareigandi. Urrr...

Lag dagsins: Ready n' Willing með Whitesnake. Blúsrokk af bestu gerð.