Kæri Jóli...
Í gær tók ég þátt í hinu árlega jólakörfuboltamóti sem haldið er hér heima. Við spiluðum fimm leiki í gær, og unnum reyndar mótið. Svo að ég get loksins sagt að ég hafi unnið þetta árans mót. Það er svo alveg ljóst að skrokkurinn er með hávær mótmæli í dag. Þvílíkir strengir.
Sigrinum var svo auðvitað fagnað frammá nótt. Ánægjulegt var hversu margir sáu sér fært að mæta í bæinn að fagna með okkur.