miðvikudagur, desember 27, 2006

Kæri Jóli...

Í gær tók ég þátt í hinu árlega jólakörfuboltamóti sem haldið er hér heima. Við spiluðum fimm leiki í gær, og unnum reyndar mótið. Svo að ég get loksins sagt að ég hafi unnið þetta árans mót. Það er svo alveg ljóst að skrokkurinn er með hávær mótmæli í dag. Þvílíkir strengir.

Sigrinum var svo auðvitað fagnað frammá nótt. Ánægjulegt var hversu margir sáu sér fært að mæta í bæinn að fagna með okkur.

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól!

Maður er þá mættur á klakann. Á miðvikudagskvöld tók þetta fína slagviðri á móti manni í Keflavík. Kom allnokkuð á óvart. Eða þannig. Annars var maður frekar slakur í Reykjavíkinni frammá föstudag þegar stefnan var tekin norður í blíðuna. Því eins og fólk veit, þá er alltaf 20 stiga hiti og sól (og logn) á Sauðárkróki. Það held ég nú.

Annars vona ég að allir eigi gleðileg jól og éti rækilega á sig gat.

mánudagur, desember 18, 2006

Doh!

Ágætt að hringja í vin sinn og ætla að óska honum í leiðinni með hamingju með afmælið um daginn. Og gleyma því svo...

I'm an idiot.

sunnudagur, desember 17, 2006

Our house...

Meira vesenið hér í hverfinu. Sem betur fer hefur gatan mín sloppið við þetta, en Nörrebrogade er ekki sjón að sjá. Er ekki kominn tími á að hreinsa þetta Ungdomshús? Ljóta pakkið. Þessi vitleysa öll varð til að ég þurfti að taka þvílíkann krók til að komast heim til mín. Löggan búin að loka götunum í kring. Urrr....

þriðjudagur, desember 12, 2006

Heaven is in the palm of your hand

Síðasta föstudag var jólahátíð Nokia. Aldeilis hreint ekki svo leiðinlegt. Kallaði hins vegar á smá flensu á laugardeginum. Sú pest lagaðist þó um kvöldið þegar Red Hot Chili Peppers tónleikarnir hófust. Aldeilis ekki leiðinlegt að sjá þessa kappa loksins lifandi. Reyndar fannst þeim félögum frekkar skemmtilegt að djamma milli laga, sem var í lagi í byrjun, en mér þótti svo að verða eilítið þreytt þegar leið á. En ekki vantaði spilagleðina. Súper sjó.

Kaupmannahöfn er aldeils komin í jólahaminn. Við röltum í bæinn á sunnudaginn og það var ánægjulegt að sjá að jólageðveikin er ekki séríslenskt fyrirbæri. Bærilegur fjöldi fólks í bænum. Ég verð að viðurkenna að mig langaði meira á skauta en að versla jólagjafir. Gerði auðvitað hvorugt.

Spennan er í algleymingi hvort að ég hafi af að senda jólakort þetta árið. Eftir að hafa átt jólakort í skúffu á kollegíinu í 4 ár í röð án þess að hafa mig í skriftir, þá splæsti ég í ný. Vona að sé trikkið.

Lag dagsins, nei, lag aðventunnar er AUÐVITAÐ Oh Holy Night með Herberti Slockenheimer. Kemur mér alltaf í gott skap.

PS: Hvað er með einhverja kóra að syngja Metallicu-lög??? Gú-gú!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Firrst Ahll tidds ja

Ég ætlaði mér að skrölta á Irish Rover í kvöld og horfa á Arsenal-Porto. Eftir að hafa gengið í gegnum bæinn á leiðinni heim úr vinnu, þá varð það plan að engu. Þvílíkur fjöldi Skota í bænum, og allir barir sýna því annað hvort FCK-Celtic eða Man Jún-Benfica. Meiriháttar! Gaddemm!

Meira að segja Nörrebro Bodega var full af Skotum. Votts in a Korridor?

Alveg mállaus.

föstudagur, desember 01, 2006

How long will it takes?

Ach-Ha! Svo að Google er búið að yfirtaka blogspot. Mér er svosem slétt sama, svo lengi að þetta gengur eins.

Ég brá mér á tónleika á miðvikudaginn. Algjörlega óvænt. Hjalti Már hringdi í mig seinni part dagsins og lét mig vita af tónleikum með Badly Drawn Boy. Ég ákvað að skella mér, og sá ekki eftir því. Ég hef ekkert hlustað á þessa músík, en hann var alveg hreint fjandi góður.

Hvað er málið með, að þegar maður fær nýja internettengingu, þá er ekki séns að fá þá þjónustu sem pöntuð er? Tekur greinilega minnst tvo-þrjú símtöl og ómældann prirring þar til pöntuð þjónusta er veitt. I love it!!!

Lag dagsins er Tooth n' Nail með Dokken. Réttupphend sem hafa heyrt lagið.