laugardagur, ágúst 19, 2006

Hann lamdi þétt á lúðvíkinn

Fátt fer meira í taugarnar á mér en menn sem neita að viðurkenna að þeir skrefi á körfuboltaæfingum. Arrrrrggggg!!!

Annars rauk maður beint úr vinnu í gær í fredagsölinn. Fórum í ITU og kíktum þar á skólabarinn í boði Tórós. Þar var fullt af fínu fólki sem ég kannast við og sérdeilis góð stemming. Þaðan var svo skundað í næstu byggingu á tónleika hjá Trabant. Ég hafði heyrt að þeir væru gott tónleikaband. Það passaði heldur betur. Algjör snilld! Seinna um kvöldið voru svo Apparat með gigg. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Alls ekki músíkin sem ég átti von á. Og til að strá salti í sárið hafði ég keypt disk með þeim í tónleikaröðinni. Döh!

Setning gærdagsins: "Kan I komme her i nærheden!" - Söngvari Trabant að biðja fók um að koma uppað sviðinu. Snilld.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Kiss it goodbye

Ye Gods!

Eftir að hafa veitt mótspyrnu í vel á sjöunda ár, þá er ég nú farinn að spila borðfótbolta við hvert tækifæri sem gefst. Hvað er næst? Fara að hjóla í vinnuna?

Heimferð í næstu viku. Brúðkaup. Veisla!

Lag dagsins: Louisiana 1927. Randy Newman klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Dosed

Ha-Ha!

Red Hot Chili Peppers miðarnir komnir í hús!

Veisla.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Nothing like the sun

Mikið er ég sáttur að sumarfríunum í minni deild fer stórt séð að ljúka. Síðustu tvær vikur hafa verið býsna spennandi, svo ekki sé meira sagt.

Í Köben er ennþá brakandi blíða alla daga. Aldeilis ágætt, en ég er ekkert ósáttur við að hitinn er kominn niður fyrir 20 gráðurnar á næturnar.

Um síðustu helgi voru Ólöf og Lilja vinkonur Elínar í heimsókn hér. Við Bjössi mölluðum mat í fólkið á föstudagskvöldið. Spiluðum svo póker á eftir. Reyndar kom úr dúrnum að ekkert okkar var vel að sér í reglunum. Samt býsna gaman að spila póker um salgæti. Atrið kvöldsins var hinsvegar þegar Bjössi ætlaði að henda Ugly-doll-inu Elínar til hennar, en út um gluggan fór fjandans dúkkan. Lenti þar í höndunum á einhverjum aumingja manni á göngu. Frekar fyndið.

"'Úúu...Lúkk att mæ Ugglídoll."

"Grípuru?"

"Öh, únskul...Ehm, kan du kaste dukken herop?

Ingibjörg, systir Elínar, er svo í heimsókn núna. Og ég ákvað að halda hefðinni við og bjóða uppá rótsterka tælenska súpu í gær. Fjandi góð súpa, en djöfull sterk. Hollt og gott, það held ég nú.

Svo þarf að vakna fyrir allar aldir í nótt og arka í Fona til að kaupa miða á Red Hot Chili Peppers tónleika í Forum í desember. Eins gott að það gangi eftir.

Lag dagsins: Charlie með RHCP