Hann lamdi þétt á lúðvíkinn
Fátt fer meira í taugarnar á mér en menn sem neita að viðurkenna að þeir skrefi á körfuboltaæfingum. Arrrrrggggg!!!
Annars rauk maður beint úr vinnu í gær í fredagsölinn. Fórum í ITU og kíktum þar á skólabarinn í boði Tórós. Þar var fullt af fínu fólki sem ég kannast við og sérdeilis góð stemming. Þaðan var svo skundað í næstu byggingu á tónleika hjá Trabant. Ég hafði heyrt að þeir væru gott tónleikaband. Það passaði heldur betur. Algjör snilld! Seinna um kvöldið voru svo Apparat með gigg. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Alls ekki músíkin sem ég átti von á. Og til að strá salti í sárið hafði ég keypt disk með þeim í tónleikaröðinni. Döh!
Setning gærdagsins: "Kan I komme her i nærheden!" - Söngvari Trabant að biðja fók um að koma uppað sviðinu. Snilld.