mánudagur, júlí 31, 2006

Lazy bastard

Skrapp aðeins út á laugardaginn. Gleymdi að setja á mig sólarvörn. Meiriháttar...

Ég nenni ómögulega að skrifa nokkuð núna. Reyni kannski að koma mér í að setja frásögn af helginni hér næstu daga. Ekki svo slæm helgi, og náðist meira að segja á filmu.

laugardagur, júlí 22, 2006

Ompa til du dør

Bloddí hell. Ég var búinn að skrifa ágætispistil um Kínaferðina, en blogspot tókst einhvern veginn að týna öllu draslinu. Ó vell...Hendi allavega inn myndunum aftur.















Starfsfólk Nokia Danmark í Beijing.
















"Jebb...Þetta er hundaskítur."
















Í fótanuddi. Algjörir haugar.
















Gata í Beijing. Sjálfsagt ein óáhugaverðasta mynd seinni tíma.
















"Heim!"

mánudagur, júlí 10, 2006

It's getting hot in here

Jæja já...

Veðurspáin fyrir þessa viku í Beijing:
Mánudagur 28 gráður
þriðjudagur 35 gráður
miðvikudagur 36 gráður
fimmtudagur 32
föstudagur 38 gráður.

Ye gods!

laugardagur, júlí 08, 2006

Beijing

Það fór auðvitað aldrei svo að þetta flug hingað út ruglaði hjá mér sólarhringnum. Seisei, nei. Reyndar fínt flug, nema að ég svaf ekkert, og að netið lá niðri í vélinni (eins fáránlega og það hljómar nú). Ég var svo á leiðinni að blogga yfir Úralfjöllum, en það verður víst að bíða heimleiðarinnar.

Hér er álíka heitt og í Köben, þrátt fyrir sólarleysi. En eruði að grínast með molluna hér? Gæti alveg eins verið að synda í gegnum loftið.

Og bæ ðe vei...Það er soldið af fólki hér. Döh! Fékk aldeilis að finna fyrir því í neðanjarðarlestinni. Þvílíka grínið! Við tókum einmitt metró-inn niður á Torg hins himneska friðar. Alveg fjandi magnað að koma þangað. Röltum svo undir götuna og tókum túrista-túrinn í Forboðnu borginni. Aldeilis ágætt. Þangað til að kom að lokun. Við skulum bara segja að löggan og túr-gædarnir tóku sannarlega alvarlega starfið að koma fólki út. Þetta var svona hálf-hlægilegt, og hálf-skerí.

Maður var udvida með símann og lofti. Svona turist-light...
















Það held ég nú.

föstudagur, júlí 07, 2006

Holy Diver

Tekið af Soccernet:

"Portugal were disgruntled at the performance of referee Jorge Larrionda who awarded the penalty but declined Portuguese appeals after Cristiano Ronaldo was pushed in the box.

Midfielder Costinha said: 'Games are not always won on the pitch.

Unfortunately Portugal are still too small to fight against the powerful European structures. But our performances here must give us confidence in the future and pride in what we have achieved.' "

Jæja, já...Nei, einmitt óþolandi að dómarinn hafi ekki látið blekkjast af öllum dýfunum. Sveiattan!

Sjitt hvað það er heitt hér...

laugardagur, júlí 01, 2006

Bónus, Smónus

Djöfull er gott veður. 25 stiga hiti og sól.

Rölti í bæinn áðan og keypti mér tvo geisladiska í 12 Tónum. Alveg ágætt. Það hins vegar betra að vera ekki að hanga of mikið úti í þessari blíðu, þannig að ætli að maður fórni sér ekki í að horfa á fótboltann núna.

Það held ég nú...

Uss, kominn með Silver-Elite membership kort hjá Marriott hótelunum. Ágætt, býst ég við. En mér sýnist svo að eini kosturinn við þennan ágæta heiður, sé að ég fæ 20% fleiri bónuspunkta en áður við að gista á Mariott. Eins og ágætur maður sagði: "Döh!"

It starts with one thing

Maður lætur udvida einhver minniháttar skot á Joe Satriani þjóta um eyrun.

Ég get rólegur sagt að tónleikarnir í gær voru frábærir. Síðan í október hef ég bæði séð Steve Vai og Joe Satriani, og ég laug litlu að Elínu þegar ég sagði að ég var sáttari við að komast á tónleikana í gær en þó ég hefði farið á Roskilde og Dylan. Ef The Band hefði verið með, þá hefði ég kannski þurft að hugsa mig um...

Í ofanálag var ágætt að rölta aðeins um Malmö. Ég hef farið yfir brúnna áður. Þegar ég, Rúna og Bjössi fórum til Bornholm. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem ég stoppa í Malmö. Virkar sem ágætis, næs lítill staður. Sá bókabúð sem ég vil gjarnan kíkja í aftur.

Alla vikuna erum við í vinnunni búnir að tala um leik dagsins: Þýskaland-Argentína. Ég mætti meira segja með Þýskalandshattinn í vinnuna í morgun. Ég, Bruno, Martin, Martin og Frank rúlluðum svo eftir vinnu á pöbb til að horfa á leikinn. Tveir Danir, Íslendingur, Þjóðverji og Svíi fæddur í Argentínu. Góð blanda.

Það er skemmst frá að segja að við okkar borð hélt aðeins einn með Argentínu. Og eins mikið og ég skemmti mér að stríða Bruno, þá verð ég að geyma dissið þar til eftir helgi. Súrt að tapa svona. Sérstaklega þegar liðið er gott.

Íþróttir eru hins vegar ekki sanngjarnar, eða ég ætti einhver gull en fullt af silfur-krappi.

Nó, Æm nott bitter...

Aha, Hjálmar með tónleika í Kristjaníu á fimmtudag í næstu viku. Ætla að reyna að draga fólk þangað.

What's so funny 'bout peace, love and understanding?