Maður lætur udvida einhver minniháttar skot á Joe Satriani þjóta um eyrun.
Ég get rólegur sagt að tónleikarnir í gær voru frábærir. Síðan í október hef ég bæði séð Steve Vai og Joe Satriani, og ég laug litlu að Elínu þegar ég sagði að ég var sáttari við að komast á tónleikana í gær en þó ég hefði farið á Roskilde og Dylan. Ef The Band hefði verið með, þá hefði ég kannski þurft að hugsa mig um...
Í ofanálag var ágætt að rölta aðeins um Malmö. Ég hef farið yfir brúnna áður. Þegar ég, Rúna og Bjössi fórum til Bornholm. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem ég stoppa í Malmö. Virkar sem ágætis, næs lítill staður. Sá bókabúð sem ég vil gjarnan kíkja í aftur.
Alla vikuna erum við í vinnunni búnir að tala um leik dagsins: Þýskaland-Argentína. Ég mætti meira segja með Þýskalandshattinn í vinnuna í morgun. Ég, Bruno, Martin, Martin og Frank rúlluðum svo eftir vinnu á pöbb til að horfa á leikinn. Tveir Danir, Íslendingur, Þjóðverji og Svíi fæddur í Argentínu. Góð blanda.
Það er skemmst frá að segja að við okkar borð hélt aðeins einn með Argentínu. Og eins mikið og ég skemmti mér að stríða Bruno, þá verð ég að geyma dissið þar til eftir helgi. Súrt að tapa svona. Sérstaklega þegar liðið er gott.
Íþróttir eru hins vegar ekki sanngjarnar, eða ég ætti einhver gull en fullt af silfur-krappi.
Nó, Æm nott bitter...
Aha, Hjálmar með tónleika í Kristjaníu á fimmtudag í næstu viku. Ætla að reyna að draga fólk þangað.
What's so funny 'bout peace, love and understanding?