Get up, stand up
Það er nokkuð gott að menn opni sitt eigið blogg til að dissa mann fyrir skort á færslum hér. Ég neita þó að tengja á síðuna fyrr en fleiri færslur eru komnar.
Annars ágætis helgi að baki. Við Elín fórum í Ikea á fimmtudagskvöld og keyptum haug af drasli sem vantaði. Ég get ekki sagt að það hafi verið svo skemmtilegt, en gekk þó þolanlega sársaukalaust fyrir sig. Í gær var svo hinn árlegi síðbúni julefrukost körfuboltaliðsins Piibbk. Það var alveg eggsellentt partí. Sem varð til þess að Ikea-dótinu var púslað saman í þynnku dauðans í dag. Veisla...
Einn nágranninn missti sig greinilega yfir Dípedds Mód tónleikunum sem voru í Parken í gær. Í það minnsta er sama lagið búið að vera á rípít í allan dag. Ótrúlega skemmtilegt, verð ég að segja.