sunnudagur, febrúar 26, 2006

Get up, stand up

Það er nokkuð gott að menn opni sitt eigið blogg til að dissa mann fyrir skort á færslum hér. Ég neita þó að tengja á síðuna fyrr en fleiri færslur eru komnar.

Annars ágætis helgi að baki. Við Elín fórum í Ikea á fimmtudagskvöld og keyptum haug af drasli sem vantaði. Ég get ekki sagt að það hafi verið svo skemmtilegt, en gekk þó þolanlega sársaukalaust fyrir sig. Í gær var svo hinn árlegi síðbúni julefrukost körfuboltaliðsins Piibbk. Það var alveg eggsellentt partí. Sem varð til þess að Ikea-dótinu var púslað saman í þynnku dauðans í dag. Veisla...

Einn nágranninn missti sig greinilega yfir Dípedds Mód tónleikunum sem voru í Parken í gær. Í það minnsta er sama lagið búið að vera á rípít í allan dag. Ótrúlega skemmtilegt, verð ég að segja.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Early in the morning

Heyrði einn góðann í vinnunni. Við stóðum tveir við kaffivélina þegar einn úr ræstingadeildinni gekk framhjá. Vinnufélaginn minn benti mér þá á, að ef ræstingafólkið stæði sig ekki í vinnunni væri það lækkað í tign og sett í að hanna hugbúnað.

Ahahaha....

Gott að vera nörd. Umkringdur nördum.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Manic monday

Eruði að grínast með þokuna í morgun? Sást varla á milli augna.

Agaleg djammhelgi að baki, og gott að hefja vinnu hress og ferskur á mánudegi. Þorrablótið kom gríðarsterkt inn, með þrælgóðum mat (ótrúlegt en satt). Einnig rokkaði Valgeir Guðjóns þvílíkt. Býsna góð veisla, og aldrei að vita að maður hendi inn nokkrum myndum.

Annars pollrólegur.

laugardagur, febrúar 11, 2006

In the middle of the street

Jæja, jæja...Rólegan mysing.

Við fluttum í gær, og heimilsfangið er Ravnsborggade 12, 2. tv. Og það er 2200 Köbenhavn, ef þú vilt fara að losna við diskana, Óli.

Býsna sáttur við staðinn. Nú hefst hins vegar hin langa barátta við að taka úr kössum. Bjössi var í bænum og kom og hjálpaði við að flytja. Takk fyrir það. Við brugðum okkur svo í bæinn og ákváðum að breyta af vananum og aðeins að kíkja á Sams-bar. Þar hitti Kiddi K. okkur svo seinna um kvöldið. Fleiri sögur af kveldinu verða ekki sagðar.

Það verður svo að sýna sig hvort að það komi einhver regla á bloggið á manni. Ætli að þetta snúist ekki uppí diss með myndum frá löndunum sem ég fer til. Ef ég var ekki búinn að nefna það, þá eru töluverð ferðalög tengd starfinu. M.a. til Finlands, Þýskalands, Ungverjalands, Kína, Suður-Kóreu, Brasilíu og Bandaríkjanna. Það sem á mann er lagt.

Í kvöld er þorrablót Íslendingafélagsins. Jú, það verður örugglega þrælgaman, en ég verð að viðurkenna að hákarl og sérstaklega brennivín eru ekki hátt á óskalistanum núna. Ó, það lagast.

Ætli maður verði ekki að hafa My House með Madness sem lag dagsins?

In the middle of the street

Jæja, jæja...Rólegan mysing.

Við fluttum í gær, og heimilsfangið er Ravnsborggade 12, 2. tv. Og það er 2200 Köbenhavn, ef þú vilt fara að losna við diskana, Óli.

Býsna sáttur við staðinn. Nú hefst hins vegar hin langa barátta við að taka úr kössum. Bjössi var í bænum og kom og hjálpaði við að flytja. Takk fyrir það. Við brugðum okkur svo í bæinn og ákváðum að breyta af vananum og aðeins að kíkja á Sams-bar. Þar hitti Kiddi K. okkur svo seinna um kvöldið. Fleiri sögur af kveldinu verða ekki sagðar.

Það verður svo að sýna sig hvort að það komi einhver regla á bloggið á manni. Ætli að þetta snúist ekki uppí diss með myndum frá löndunum sem ég fer til. Ef ég var ekki búinn að nefna það, þá eru töluverð ferðalög tengd starfinu. M.a. til Finlands, Þýskalands, Ungverjalands, Kína, Suður-Kóreu, Brasilíu og Bandaríkjanna. Það sem á mann er lagt.

Í kvöld er þorrablót Íslendingafélagsins. Jú, það verður örugglega þrælgaman, en ég verð að viðurkenna að hákarl og sérstaklega brennivín eru ekki hátt á óskalistanum núna. Ó, það lagast.

Ætli maður verði ekki að hafa My House með Madness sem lag dagsins?