Gleðilegt ár!
Þvílíkt sjokk að rölta niður í miðbæ Köben að kvöldi Þorláksmessu. Okkur var farið að hlakka til að rölta niður á strik og slappa af inná veitingahúsum meðan fólk þeystist um að kaupa síðustu gjafirnar.
Það var hins vegar búið að loka næstum öllum búðum á strikinu. Ótrúlegt! Hvar er jólaæsingurinn hjá Dönunum? Veit alls ekki hvað mér finnst um þetta?
Ekki vissi ég fyrr en í gær að New Yardbirds sem seinna urðu að Led Zeppelin spiluðu í fyrsta sinn opinberlega í Gladsaxe í Danmörku. Þetta fróleikskorn er úr bókinni When Giants Walked the Earth, sem ég var að byrja á í gær.
Kláraði ævisögu Einsteins í gær. Fín bók sem ég er búinn að eiga við síðan í heimferðinni frá Atlanta. Fannst hún að skýra ágætlega út afstæðiskenningarnar á mannamáli. Fékk mig einnig til að kíkja í eðlisfræðibækurnar til að reyna að skilja betur skammtafræðina. Ég komst reyndar fljótt yfir það, og snéri mér að því að horfa á Prúðuleikarana.
Það held ég nú.