Hananú....þar kom að því að maður nennti að uppfæra.
Síðan ég skrifaði síðast, þá var mikil samkoma hér í Köben, og ég skrapp í Kína.
Síðustu helgina í Júlí komu hingað Bjössi, Rúna, Kiddi, Unnur, Kristján, Helga Hrönn og Inga Rósa. Á fimmtudagskvöld kíktum við Bjössi, Kiddi, Stjáni, Unnur og Elín í sushi og Sams-bar, þá eitruðu blöndu. Mikið stuð. Fólk var svo að mæta á svæðið á föstudeginum, og það kvöldið smelltum við okkur í mat á Spiseloppen í Kristjaníu. Fólk var almennt sátt við matinn, og svo var stefnan tekin á Amager, þar sem stuðinu voru engin takmörk sett langt frammeftir morgni.
Á laugardeginum var svo tekinn upp þráðurinn, kíkt í drykki hjá Sossu, og svo var eldað. Frábært matur. En spilamennskan um kvöldið fór fyrir ofan garð og neðan.
Allt í allt, alveg frábær helgi. Skil ekki enn að þetta margt fólk hafi náðst saman. Nú er bara að toppa þetta á næsta ári.
Var svo í Beijing í síðustu viku. Fínn túr. Vinnan gekk svona ágætlega, og ég var þarna með fínu liði. Náði að kaupa mér Wii og golfsett. Geri aðrir betur.
En, mæ-ó-mæ, með mengunina þarna. Fyrstu tvo dagana var skyggnið innan við 500 metrar. Og bara útaf "smog". Ójbjakk....Eitthvað þyrfti ég að fá fyrir að búa þarna.
Lag dagsins: Jessie James með Cher.