Aldeilis ágætishelgi að verða búin.
Eftir föstudag í vinnunni kíktum við nokkrir saman í fredags-öl. Fínt að berja mannskapinn saman yfir öl. Og auðvitað að stríða Bruno utan vinnutíma.
Í gær komu svo Snjólaug og Peter með strákana sína í mat. Íslenskt lambalæri í matinn og svo súkkulaðikaka í eftirrétt. Súper, og allir átu á sig gat.
Elín og Niels að baka.
Annars er nú búið að endurvekja átakið "Tannstöngull 200x". Síðast þegar þetta átak var í gangi, mistókst það reyndar stórfenglega, og í staðinn fyrir að verða eins og tannstöngull eftir átakið minnir mig að ég hafi bætt þokkalega á mig. Nú er stefnan að hafa annað uppá teningnum. Og það virkar auðvitað verulega hvetjandi að hugsa til þess að menn séu farnir að æfa fyrir jólamót Molduxanna. Líst vel á það.
Grip dagsins: Gmoll.